föstudagur, desember 03, 2004

Smásaga fyrir jólin

Eitthvað til að missa vatnið yfir

Hér er lítil saga af manni sem sat heima hjá sér, horfði upp í loftið og velti fyrir sér hvaða fjall skyldi klýfa næst. Hann þurfti líka að finna út hver skildi bera farangurinn fyrir sig og vera honum til halds og trausts ef hann dytti. Hitinn í stofunni var um 25° og kanski tími til komið að slökkva í arninum, það gæti farið að bráðna málningin á Tolla málverkinu fyrir ofan arinninn. Skildi Tolli hafað málað þetta eftir góða hugmynd í rúmminu? það er spurning.. Þessi ljúfa stund þanka var rofinn af angurværu hljóði dyrabjöllunar. Letilega staulast okkar maður upp úr lazyboy stólnum, án þess að taka skemilinn niður, smellir sér í inniskóna til að krókna ekki á köldum marmaraflísunum á leiðinni að hurðaopnaranum. Í dyrasímanum, sem var tengdur við eftirlitsmyndavél, sér hann ókunnugann mann fyrir utan dyrnar haldandi á miða. Og hann ansar ekki þegar okkar maður kastar kveðju í dyrasímann.. "hvað viltu herra minn?" ... " " ekkert svar.. en maðurinn hringir aftur, hins vegar, okkar manni til mikils ama því ansans hljóðið skarst í eyrun gegnum tólið.. "hvaða helvítis rugl er þetta" tautar okkar maður og strunsar niður stigann í átt að dyrasímanum. Er þangað var komið rykkir hann upp útidyrahurðinni og hreytir út úr sér " hvað viltu?" Aðkomumanninum verður bylt við, en réttir upp miða sem á stendur : Happdrætti til styrktar heyrnalausum á íslandi... "já" segir okkar maður.. "hmm, þú segir það, eða.. já .. þú veist hvað ég meina, hehe.." .. "heyrðu jájá, ég skal kaupa af þér miða, það er ekkert mál, maður er miklu viljugri til að styrkja gott málefni eftir að þið tókuð upp á því að gefa skó par með miðanum.. eða er það ekki ennþá díll?" ... " " ekkert svar.. en aðkomumaðurinn réttir miðann enn hærra .. "ha, já hmm.. var það ekki hjá heyrnalausum.. eða var það langveik börn?,, ert þú ekki með skópar?" .. " " ekkert svar einu sinni sem oftar, og aðkomumaðurinn er orðinn langeygur eftir einhverskonar merki um hvort miðinn seljist eður ei. " heyrðu vinur" segir okkar maður "ég hef bara ekki áhuga á þessu akkúrat núna... hmm.. en þið ættuð að taka upp svona skósystem eins og langveikir,, það er alvöru bissness.. maður styrkir miklu frekar ef maður fær eitthvað í staðinn.. þannig er nú það .. jæja vertu blessaður.. og passaðu þig að detta ekki í hálkunni fyrir utan húsið.. helvítis borgarstarfsmennirnir hafa ekki hunskast til að salta innkeyrsluna hjá mér .. jæja vertu sæll." og hurðin skellur aftur.

og svona bæ ðe vei.. man einhver eftir olíusamráðsöðlingunum.. sumir þeirra kunna að syngja!!

maximilius